Framkoma vinnufélaganna:

 

Skrifað áður en uppsögn var birt en eftir viðtalið með eineltisteyminu.

            Alla þessa viku hafa allar konurnar snúið við mér baki.  Þær hafa allar tekið upp gömlu taktanna og voru fljótar að því.  Þóra hefur ekki látið eina einustu mannsekju hjálpa mér,  þó það blasi við að sementsrykið er allt á mínum gangi (vegna breytinga á vinnusvæðum í Annexi).Rúna gengur eða er keyrð niður í þvottahús af Þóru.  Rúna vogar sér ekki að þrífa kaffikofann í hverri viku þó óhreinindin hjá mér séu meiri en venjulega.  Venjulega þrifum við kofann einu sinni í viku til skiptis. Rúna virðist ekki sjá neitt sementsryk þó svo að búið sé að bora og saga síðustu mánuði.  Í gær föstudag var planki á gólfinu á ganginum þar sem gengið er inn á klósettin og þar með þreif hún ekki klósettin.  Kl 15:15 kom ég niður í þvottahús og voru allir farnir nema Guðrún.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira bullið í þér. Hafðu sóma í þér og vertu ekki að úthúða fólk sem á það ekki skilið. Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því að þú ert að særa fólk með því að vera að skrifa eitthvað sem ekkert er til í. Þetta blogg segir meira um það hvernig þú ert en þeir sem unnu með þér.

ó mæ (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Alcan dagbókin

Til ó mæ

Lestu þér til áður en þú byrjar á svona bulli.  Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari athugasemd þinni.

Alcan dagbókin, 24.1.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband