Föstudagur, 12. janúar 2007
Sagan sem lofað var:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. janúar 2007
Minn yfirmaður:
Framkoma Þóru í minn garð var frekar neikvæð í upphafi en það versnaði bara eftir því sem á leið. Fyrsta daginn minn þá sagði Þóra við mig að hún gæti varla séð að ég gæti unnið þetta starf. Hún fussaði og sveiaði oft yfir engu og gaf ekki upp neina ástæðu fyrir svona fussi og sveii út í loftið, beygði sig langt fram og fussaði um leið, afar afkáraleg framkoma af hennar hálfu. Ég sagði við Þóru að mér líkaði ekki þessi fuss og svei framkoma hennar og mér fyndist hún tvöföld og leiðinleg.
Eitt skiptið rifumst við í hálftíma, eða til hálf fimm því mér líkaði ekki hvernig hennar framkoma væri gagnvart mér. Mér fannst hún gera lítið úr því sem ég sagði almennt og leyfði okkur ekki að koma með okkar skoðanir eða álit fram og nýjar tillögur voru ekki teknar til greina. Þóra var t.d. á móti því að ég nýtti mér reynslu mína af öðrum vinnustöðum í starfi mínu í álverinu. Einnig var hún klár á því að í álverinu giltu allt öðruvísi reglur en á öðrum vinnustöðum. Auðvitað gilda mun strangari reglur í álverinu vegna slysahættu en þær eru ekki allt öðruvísi en annarsstaðar þar sem er slysahætta.
Seinna fór hún að kalla mig lygara og ómerkilega mannseskju en hún passaði sig samt á að kalla mig aldrei slíkum nöfnum í návist annarra. Þóra sagði í eitt skipti að ég myndi sóma mér vel innan um ISS-arana og að ég væri alveg eins og ISS-ararnir en þá á hún við stafsmenn ISS ræstingafyrirtækisins, en hún lítur afar mikið niður á þá starfsmenn.Ólöf sagði einu sinni við mig að ef Þóra væri að tala við mig í einrúmi þá væri hún að ljúga einhverju, eitt sem ég veit þar fyrir víst er eftirfarandi frásögn sem mun birtast seinna í dag..
Samið við þrjá starfsmenn Alcan sem sagt var upp störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Fyrstu vinnudagarnir í álverinu:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Fyrsti vinnudagurinn
Ég kom með rútunni kl 8.00. Ég beið í langan tíma fyrir utan dyrnar hjá Magnúsi bryta. Loks hitti ég konu sem heitir Hugrún Arnórsdóttir hún útvegaði mér skó og við gengum út í þvottahús þar sem Þóra tók á móti mér. Hún var fljót að koma með það að það væru ekki til buxur á mig og sagði ,,Ætli ég verði ekki bara að senda þig heim. Ég kváði við og sagði HEIM: (ég fór þá strax í vörn). Margrét Héðins benti Þóru á það að þær ættu að leita af sér allan grun. Hún fann svo tvennar buxur á mig, boli og jakka. Við Þóra fórum svo upp þar sem ég fékk skáp. Þar skipti ég um föt að því búnu. Ók Þóra mér út í Annex og kynnti mig fyrir Bryndísi sem var að hætta eftir nokkura mánaða starf og fór í vaktavinnu í kerskála.
Bloggar | Breytt 12.1.2007 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9. janúar 2007
Tilgangur Bloggsins
Þetta blogg er stofnað til þess að fólk geti lesið á opinberum vettfangi við hvað er átt þegar starfsmönnum er sagt upp hjá Álverinu í Strumsvík.
Þetta blogg mun byggjast á dagbókarfærslum og endurminningum fyrrum starfsmanns álversins og er birt með fullu leyfi hans. Bætt verður við færslum eftir því sem við á en flestar færslurnar munu birtast á næstu dögum og vikum.
Vilji fleiri (fyrrverandi) starfsmenn Álversins skrifa á þetta blogg þá er það velkomið, aðeins þarf að hafa samband við höfund bloggsins.
Þess ber að geta að lokum að í dagbókinni hefur nokkrum nöfnum verið breytt.
Bloggar | Breytt 10.1.2007 kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. janúar 2007
Formáli
Ég vil taka það skýrt fram að ég get ekki dæmt allan skóginn ónýtan þó að í honum séu fáein skemmd tré. Sagan er að mestu skrifuð í tímaröð en þó ekki alveg þar sem mislangt er liðið frá viðburðum.
Þessi frásögn er sannleikanum samkvæm og er ekki hægt að rengja neitt af því sem hér hefur verið skrifað. Hinsvegar þarf að fylla í eyðurnar og þá sérstaklega hvers vegna mér var raunverulega sagt upp. Það liggja klárlega fiskar undir steinum og verð ég aldrei ánægð fyrr en það er búið að velta þeim öllum við, þó það breyti litlu fyrir mig núna eftir að ég var rekin.Ég vil nú líka taka fram að minningarnar í þessu bréfi eru engan vegin tæmandi. Ég á margar góðar minningar úr Álverinu en þær tengjast allar köllunum í Annexinu enda var framkoma þeirra alltaf jákvæð og ánægjuleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)