Fyrstu vinnudagarnir í álverinu:

             Fyrst þegar ég byrjaði að vinna þá treysti Þóra mér ekki fyrir því að vinna yfirvinnu og gaf það oft í skyn að ég gæti ekki þrifið skrifstofurnar í aðalbyggingu nægilega vel.  Samt fórum við Ólöf Ragna tvær saman inn á skrifstofurnar til að kenna mér.  Ólöf sagði að ég myndi alveg geta gert þetta eins og aðrir.  Ólöf sagði líka; “Þóra á eftir að finna eitthvað á þig því hún vill ekki að þú sért í vinnu hér og hún vill ekki heldur að ég sé að vinna hér”.              Ég sá mjög fljótlega að ég yrði að passa vel uppá það að vanda mig við öll mín verk og passa sérstaklega hvað ég segði og gerði því Þóra var alltaf  á höttunum eftir því að finna nálina í heystakknum og fá þannig ástæðu til að láta mig fara en ég var staðráðin í því að hún yrði að stinga nálinni sjálf í heystakkinn ef hún ætlaði sér að finna hana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað bull er þetta, er þetta grín eða hvað

BK (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 18:10

2 Smámynd: Alcan dagbókin

Her fer enginn með nein gamanmál.

Alcan dagbókin, 12.1.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband