Mánudagur, 15. janúar 2007
Dagbók
Dag einn á meðan ég vann hjá ÍSAL/ ALCAN fór Þóra að forvitnast um mín áhugamál . Hún var þá búinn að komast að því að ég væri upptekin eitt kvöld í viku, en ég hafði þá sagt henni að ég gæti unnið á kvöldin ef þess þyrfti, nema þetta eina kvöld. Hún leit svo á að hún sem flokkstjóri mætti alveg vita hvað ég væri að gera þetta kvöld. Ég var samt ósammála henni.
Hún setti þrýsting á það að ég gæfi henni það upp. Þegar ég gafst upp sagði ég að ég væri á fundum í Tjarnargötu 20 Rvk. Ekki man ég eftir því hvort ég fór eitthvað náið í það um hvað fundirnir væru.Nema hvað Þóra hrukkaði á sér munnvikin og sagði ,,Þú hefur ekkert upp úr því að fara þangað. Þetta fannst mér skrítin athugasemd. Hvað áttu mínir fundir í Tjarnargötunni og ræsting sameiginlegt??
Þetta hljómaði eins og það væri tilefni til að ég fengi síður eða alls ekki neina yfirvinnu/næturvinnu. Ég blés á þessar hugsanir því mér fannst að hún myndi ekki geta komist upp með þetta, því þetta væri of mikið bull.
Þá var Sigurður Briem ráðningarstjóri hjá ÍSAL/ALCAN .... LESTUR ÚR BÓKINNI ÚTKALL - ÁRÁS Á GOÐAFOSSUm daginn var ég að blaða í þessari bók Á bls 170 er mynd af húsinu Tjarnargata 20 RvkUndir myndinni er skrifað Tjarnagata á stríðsárunum. Briemfjölskyldan bjó í húsi númer 20.
Merkileg tilviljun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.