Miðvikudagur, 17. janúar 2007
Hinar og þessar hugleiðingar.
Önnur uppátæki voru t.d. þau að hún kannski fann það út að senda mig út í kerskála og skúra þar eitthvað til að ég gæti æft mig í að skúra útí kerskála í sambandi við 12 tíma vaktir og ef ég gerði það ekki þá ,,fengi ég bréfið. Ég hafði samband við Gylfa (trúnaðarmann) um það ég vildi ekki vinna neinar 12 tíma vaktir. Seinna var hætt við öll áform um 12 tíma vaktir.Í hvert skipti í heilt ár þegar ég minnti hana á það að mig vantaði vinnubuxur sagði hún við mig að það væru ekki til neinar buxur og alls ekki kvenmannsbuxur í minni stærð því að ég væri svo feit. Ég bað þá um að fá karlmannsbuxur en þá var alltaf svo lítið til og að kallarnir yrðu að ganga fyrir með að fá afhentar buxur. Önnur fitukomment um mig litu einnig dagsins ljós annars lagið frá Þóru og sem fyrr aldrei við mig í návist annarra heldur aðeins í einrúmi.Þóra treysti mér ekki til að skúra aðalskrifstofurnar því þar þyrftu menn að vera fljótir og fannst mér það illa sagt af henni.Einnig benti hún oft á það að hér segðum við ekki nei, eins og að allir ættu að segja já við öllu alla daga. Undarlegt vinnufyrirkomulag: Ég skil ekki þennan dormtíma bæði í þvottahúsinu og í kaffikofanum. Á nær hverjum degi sem ég vann hjá ISAL /ALCAN í 3 ár þá var það í hvert sinn sem ég kom úr mat kl:12 og fór upp í kaffikofa þá sé ég Rúnu liggjandi þar sofandi í stól og með gamlan stól á hjólum undir fæturna. Rúna er búin að pakka sér inn í úlpu og breiða teppi ofan á sig. Mér fannst þessi dormtími andlega erfiður því ef ég reyndi að fitja uppá einhverju spjalli þá fékk ég litlar sem engar undirtektir. Rúna lá oft bara yfir krossgátum eða blaða- og bókalestri og ég upplifði sjálfa mig sem ég væri ósýnileg. Þetta reyndi mikið á mína þolinmæði og mitt andlega þrek. Að lokum fór ég að gera svipaða hluti til þess eins að drepa tímann. Ég bað Þóru oft um yfirvinnu en hún bauð mér hana aðeins einu sinni. Þegar ég var orðin leið á því að hún bæði mig aldrei að vinna yfirvinnu þá ítrekaði ég beiðnina við hana. Þá loks sagði hún einu sinni, ,,Ég set þig þá á listann. Engin yfirvinna virðist hafa verið í boði eftir það samt sem áður.
Athugasemdir
Mjög svo athyglisverð og frumleg bloggsíða.Ég bíð spenntur eftir næstu færslu. Kveðja
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 17:32
Þú ert nú ekki alveg sjálfri þér samkvæm þar sem þú hvetur fólk til þess að skrifa undir réttu nafni sem kemur með athugasemdir á bloggið þitt. Þú virðist ekki sjálf hafa þann kjark og bera yfir þeim heiðarleika að koma undir réttu nafni.
Ég get ekki séð neitt áhugavert við skrif þín og greinilega að þú ert bara bitur fyrrverandi starfsmaður hjá Alcan. Það væri bara best fyrir alla og þig meðtalda að hætta þessum skrifum áður en þú gerir þig að meira kjána.
Kveðja
Berglind sem þú þekkir ekki neitt
Berglind Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 11:36
Kæra Berglind
Það er greinilegt að þú hefur ekki lesið allt bloggið því þú ferð með rangfærslur í þessari athugasemd þinni.
Ég er ekki fyrrverandi starfsmaður Alcan heldur er dagbókin birt með leyfi fyrrum starfsmanns þaðan. Sjá færsluna
Tilgangur bloggsins:
Tilvitnun: Þetta blogg mun byggjast á dagbókarfærslum og endurminningum fyrrum starfsmanns álversins og er birt með fullu leyfi hans.
Hvað mitt nafn varðar þá kemur þér það ósköp lítið við. Ef sá fyrrum starfsmaður Alcan, sem raunverulega á þessa dagbók, vill birta nafn sitt þá mun það gerast. Þangað til held ég trúnað við viðkomandi. Ég (bloggarinn nafnlausi) get einungis lagt þessa athugasemd fram sem tillögu við höfund dagbókarinnar.
Alcan dagbókin, 19.1.2007 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.