Fleiri undarleg vinnubrögð:

            Ég horfði á Þóru stimpla aðra starfsmenn í ræstingum og þvottahúsi út,  sérstaklega á föstudögum og einnig góðviðrisdögum.  Mér var boðið að fara fyrr í nokkur skipti en ég vildi ekki þiggja það þar sem ég græddi nánast ekkert á því vegna þess að þá gat ég bara beðið eftir rútunni klukkan korter yfir fjögur og “fríið” kæmi þannig ekki að neinum notum fyrir mig.         

    Ég veit að konurnar í mötuneytinu voru brjálaðar út í þetta fyrirkomulag og þar sem ég átti í upphafi að vinna í mötuneytinu (en það breyttist fyrsta daginn sem ég mætti) þá var komin enn ein ástæðan fyrir mig að nýta mér helst ekki þessi “forréttindi”.       

     Þegar ég fór í 10 daga veikindafrí þá kom það aldrei fram á launaseðlinum að ég hafði verið veik og einnig í þau skipti sem ég var veik heima þá kom slíkt aldrei fram á launaseðlinum eins og ég tel að það eigi að vera.        

       Þetta er nánast smáatriði í samanburði allt hitt en skipting vinnunnar var einnig frekar ójöfn og hallaði þá fremur á minn hlut að mínu mati. Ég skúraði allar skrifstofurnar á 2. hæð og á 3. hæð og allan stigann vestan megin í Annexinu og klósettin þar.  Sá hluti sem ég skúraði ekki voru gamla mötuneytið fyrir næturvinnuna en það var skúrað af mötuneytisstarfsmönnum sem sóttu matinn sem skilinn var eftir um nóttina,  búningsklefana og sturturnar á 3. hæð, klósettin austan megin í Annexinu, endan á rananum yfir í kerskálann og stigann austan megin en Rúna skúraði þann hluta.  Gylfi trúnaðarmaður var mér sammála en þar sem Þóra réði þessu þá gat hann ekkert gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

þessi Þóra hefur verið alveg ferleg

Ólafur fannberg, 18.1.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband