Föstudagur, 19. janúar 2007
Einelti og áreitni:
Eitt kvöldið er ég kom labbandi niður stigann sem er fyrir utan búningsklefanna uppi á annari hæð var það svo að þeir menn sem ég síðar klagaði til eineltisteymisins sögðu við mig að ég þyrfti ekki að vera hrædd við að fá sæði úr sér. Ég spurði til hvers? ,,Nú í glasafrjóvgun. sögðu þeir. Ég sagðist ekkert hafa með það að gera. Þeir bentu á að konur gætu átt börn þó þær væru miklu eldri en ég. Mér leið ömurlega eftir þetta spjall og mér fannst þetta afar niðurlægjandi, verst var að engin önnur vitni voru að þessu og ég fór að vera varkárari um það hvenær ég færi úr búningsklefanum og niður stigann.
Annar þessara manna elti mig meira en hinn, var klappandi mér á öxlina og fannst mér það gert í kynferðislegum tilgangi frekar en annað. Sami maður elti mig uppi í rútunni líka, fór framar í rútuna ef ég settist framarlega og öfugt. Aðrir farþegar í rútunni voru að auki farnir að taka eftir þessu. Eftir þetta fannst mér ég ekki geta staðið innan hópsins sem stóð á gangstéttinni fyrir framan þvottahúsið og beið eftir rútunni heldur fannst mér ég verða að vera utan við hópinn þannig að það yrði mjög áberandi ef einhver myndi arka að mér.
Fundurinn með eineltisteyminu var stuttur og að mínu mati gagnslaus. Mér var tilkynnt að annar þeirra hafði játað en hinn neitað ásökunum mínum. Mér var einnig sagt að þær í teyminu væru líka í fullri vinnu og hefðu því stuttan tíma til að vinna í svona málum. Fleira man ég ekki af þessum fundi. Mér fannst þetta eineltisteymi ekki starfi sínu vaxið og úr því að þeir væru búnir að játa að hluta þá væri hlutverki teymisins lokið, málið úr sögunni og ég ætti bara að gleyma þessu. Þarna finnst mér álverið vera að brjóta sínar eigin reglur. Þeir stofnuðu eineltisteymi, montuðu sig af því í fjölmiðlum og þetta var niðurstaðan. Þeir héldu áfram sinni vinnu eins og ekkert hefði í skorist eftir því sem ég best veit, en mér var hent út aðeins nokkrum dögum eftir þessa niðurstöðu eineltisteymisins.
Mitt tilfelli með eineltisteyminu er alls ekki einstakt, aðrir sem leituðu til teymisins geta staðfest það.
Athugasemdir
.. Ef að kona ætlar að vinna á stað eins og álveri, getur hún alveg gert sér grein fyrir því að verða fyrir einhverju böggi þar sem að hlutfallslega held ég að starfsmenn álvera séu svona 80% karlmenn , þrátt fyrir tilraunir fyrirtækjana til að hafa 50-50 hlutfall.
Renndi nú yfir nokkrar færslur hérna og þú hefur alveg einstaklega hræðilega sögu að segja af Alcan finnst mér.. enginn vinnustaður er svona hræðilegur.. ekki nema að þú sért svona óhæf til að vinna í kringum annað fólk eða eitthvað.
Ólafur N. Sigurðsson, 19.1.2007 kl. 15:40
Orð Ólafs hér að ofan dæma sig alveg sjálf og eru ekki svaraverð.
Alcan dagbókin, 19.1.2007 kl. 16:00
Þegar þetta er lesið yfir , þá er "rauði þráðurinn " í þessu öllu saman að
konan upplifir sig sem miðpúnkt alls og finnst að allir séu að ofsækja sig með einhverjum hætti. Ég tel afarmiklvægt fyrir þessa konu að leita sér hjálpar í heilbrigðiskerfinu... það er engin skömm að því og getur vonandi ef vel tekst til, fært henni bæði hamingju og frið. Ég færi henni innilegar óskir um að ná heilsu og lífsfyllingu sem sárlega vantar í hennar líf.
500 manna og kvenna vinnustaður sem Alcan er hefur greinilega verið mikil ofraun að starfa hjá.
Starfsmaður ISAL/ALCAN til margra áratuga (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 18:18
Heyr Heyr er hjartanlega sammála þér. (Starfsmaður) Hún á að leyta sér hjálpar og reyna að finna sinn sálarfrið.
ó mæ (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.