Skrifað daginn sem uppsögn var birt - fyrri hluti

 

Í morgun vaknaði ég með kvíðahnút í maganum vegna þess að þessar gömlu dræmu undirtektir voru byrjaðar aftur.  Þegar ég bauð Rúnu góðan dag sá ég að fýlan var runnin af henni og leið mér þá betur.  Ég byrjaði að vinna á svipuðum tíma og Rúna.  Ég tók þá ákvörðun að byrja á að skúra inni hjá Ingvari til að minnka sementsrykið fram á stigapallinn.  Ég hugsaði með mér, ætli sé ekki best að skúra stigann tvisvar til að til að draga sem mest úr öllu þessu sementsryki.  Svo settist ég niður í 15 mín til að pústa smá þar sem það er búið að bora og saga, hélt ég.  Eftir hádegi átti ég mikla vinnu fyrir höndum.  Klukkan 12 var ég búinn að borða og fór sjálf til fundar við Dagbjört um launabreytingu sem allir höfðu fengið nema ég.

 

Launabreytingin sem ég spurðist fyrir um var að hluti fastrar yfirvinnu yrði sett inn sem uppsöfnun á fríi í staðinn fyrir að vera greidd út eins og var hjá mér,  Ég minntist einnig á það að ég hafði ekki fengið vinnuföt í um 1 ár og það væri kominn tími á endunýjun.

 

Á fundi mínum og Dagbjartar spurði ég um hvernig þessi uppsöfnun kæmi til.  Dagbjört tók erindinu mjög jákvætt og var tilbúin að skoða þessa hluti fyrir mig en benti mér á að ræða við þær á launaskrifstofunni um þessa uppsöfnun því ég réði þessu sjálf.  Dagbjört var brosandi út undir eyru og allt virtist í stakasta lagi.  Þetta samtal átti sér stað innan við klst. fyrir brottrekstur.

framhald á morgun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband