Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Skrifað daginn sem uppsögn var birt - Seinni hluti
Ég tók síðan strætisvagninn til vinnu og byrjaði kl: 12:30 að skúra. Jóhann og Jónas Ásgrímsson voru að flytja og var Davíð að hjálpa þeim. Þar sem þeir voru að flytja ýmiskonar dót um ganginn milli skrifstofa þá var ekki hægt að skúra þar í bili, ég hugsaði með mér ætli sé ekki best að skúra einhverja aðra skrifstofu. Ég er rétt nýbyrjuð að skúra þegar Þóra kemur og segir Þú átt að koma inn á skrifstofu til Dagbjartar. Þetta fannst mér skrítið, þar sem ég var nýbúinn að tala við Dagbjört um launabreytingu og þá lágu engin önnur erindi fyrir.
Fundurinn: Berglind er sú eina sem talar á þessum fundi og segir m.a.
,,-Það var haldinn fundur rétt áðan þar kom fram sú niðurstaða að það væri einni of margt í ræstingunum og það þyrfti að fækka um eina og þú varst fyrir valinu og verður því að fara. Það væri best fyrir þig að fara strax, það væri ekki betra fyrir þig að klára daginn og fara með rútunni. Það bíður svo leigubíll eftir þér við hliðið nema þú sért á bíl núna eins og þú ert stundum .
Dagbjört sagði við Berglindi á fundinum. ,,-Ég sat ekki á þessum fundi. Þú sast á fundi uppi. Berglind sat hvorki á fundi með Dagbjört né mér á umræddum tíma því við tvær höfðum talað saman við hvor aðra á sama tíma og meintur fundur hafi átt að eiga sér stað. Dagbjört ók mér út í Annex til að sækja fötin mín. Þaðan var farið í þvottahúsið til að skila vinnugallanum.
Þegar ég fór inn með vinnugallann og setti hann á borðið í þvottahúsinu heyrði ég Svandísi segja við Guðrúnu, nú er Þóra að koma einhverju á Kristínu til að láta hana fara. Guðrún spurði til hvers? .bla.bla ..ég heyrði ekki framhaldið. Ég bara fór út í bílinn, sem Dagbjört ók og hún keyrði út að hliði. Svandís er bara svo meðvirk og hinar sennilega líka. Ég veit það samt ekki. Eftir að mér var sparkað þá hringdi ég í Dagbjört og í því samtali sagði Dagbjört mér að hún hefði ætlað að láta mig vera áfram og láta hinar fara EN þar sem ég gerði eitthvað sem mér er enn ráðgata hvað er þá var ég látin fara. Hvað ég gerði og hvenær hefur enginn sagt mér, bara ,,Þú veist alveg hvað þú gerðir! , með ásökunartóni m.a. frá Berglind.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.