Formáli

             Hér fer saga mín hjá hinu ágæta fyrirtæki ISAL og síðan ALCAN sem starfsmanns.  Mér líkaði vel við allflesta starfsmenn sem ég kynntist og unnu ekki í minni deild en fannst þögnin ríkja of mikið innan þeirrar deildar sem ég vann í,  þ.e. Mötuneytisdeild, þvottahús- og ræstingadeild.  Hér á eftir kemur mín frásögn af  atburðum og atvikum á þessum árum.

            Ég vil taka það skýrt fram að ég get ekki dæmt allan skóginn ónýtan þó að í honum séu fáein skemmd tré.  Sagan er að mestu skrifuð í tímaröð en þó ekki alveg þar sem mislangt er liðið frá viðburðum.

   Þessi frásögn er sannleikanum samkvæm og er ekki hægt að rengja neitt af því sem hér hefur verið skrifað.  Hinsvegar þarf að fylla í eyðurnar og þá sérstaklega hvers vegna mér var raunverulega sagt upp.  Það liggja klárlega fiskar undir steinum og verð ég aldrei ánægð fyrr en það er búið að velta þeim öllum við,  þó það breyti litlu fyrir mig núna eftir að ég var rekin.Ég vil nú líka taka fram að minningarnar í þessu bréfi eru engan vegin tæmandi.  Ég á margar góðar minningar úr Álverinu en þær tengjast allar köllunum í Annexinu enda var framkoma þeirra alltaf jákvæð og ánægjuleg.

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband