Það sem kom fram eftir að mér var hent út:


            Margt og mikið hef ég frétt af mínum fyrri vinnufélögum en allt sem ég heyri um hefur eitt sameiginlegt.  Það sem þeir fréttu af mér varðandi þessa uppsögn var tóm tjara og lygar.  Hér eru nokkur dæmi. 

            Strákarnir á stoppistöðinni sem ég mæti á þegar ég bíð eftir rútunni voru furðu lostnir yfir því, daginn sem mér var hent út,  að ég kæmi því þeir höfðu frétt að ég hefði fengið aðra vinnu og kæmi ekkert aftur í ALCAN.

            Iðnaðarmennirnir sem voru að vinna við að brjóta niður veggi og byggja upp aðra fréttu það sama og þeir höfðu þetta beint eftir Þóru.  Einnig fréttu þeir frá Þóru að hún hefði reynt að halda í mig en ekki tekist.


Skrifað daginn sem uppsögn var birt - Seinni hluti

            Ég tók síðan strætisvagninn til vinnu og byrjaði  kl: 12:30 að skúra. Jóhann og Jónas Ásgrímsson voru að flytja og var Davíð að hjálpa þeim. Þar sem þeir voru að flytja ýmiskonar dót um ganginn milli skrifstofa þá var ekki hægt að skúra þar í bili, ég hugsaði með  mér ætli sé ekki best að skúra einhverja aðra skrifstofu.  Ég er rétt nýbyrjuð að skúra þegar Þóra kemur og segir “Þú átt að koma inn á skrifstofu til Dagbjartar.” Þetta fannst mér skrítið,  þar sem ég var nýbúinn að tala við Dagbjört um launabreytingu og þá lágu engin önnur erindi fyrir.

  Fundurinn:            Berglind er sú eina sem talar á þessum “fundi” og segir m.a.

  ,,-Það var haldinn fundur rétt áðan þar kom fram sú niðurstaða að það væri einni of margt í ræstingunum og það þyrfti að fækka um eina og þú varst fyrir valinu og verður því að fara.  Það væri best fyrir þig að fara strax,  það væri ekki betra fyrir þig að klára daginn og fara með rútunni.  Það bíður svo leigubíll eftir þér við hliðið nema þú sért á bíl núna eins og þú ert stundum… “.   

Dagbjört sagði við Berglindi á fundinum.  ,,-Ég sat ekki á þessum fundi.  Þú sast á fundi uppi”.     Berglind sat hvorki á fundi með Dagbjört né mér á umræddum tíma því við tvær höfðum talað saman við hvor aðra á sama tíma og meintur fundur hafi átt að eiga sér stað.  Dagbjört ók mér út í Annex til að sækja fötin mín. Þaðan var farið í þvottahúsið til að skila vinnugallanum. 

Þegar ég fór inn með vinnugallann og setti hann á borðið í þvottahúsinu heyrði ég Svandísi segja við Guðrúnu, nú er Þóra að koma einhverju á Kristínu til að láta hana fara.  Guðrún spurði til hvers?….bla.bla…..ég heyrði ekki framhaldið.  Ég bara fór út í bílinn, sem Dagbjört ók og hún keyrði út að hliði. Svandís er bara svo meðvirk og hinar sennilega líka. Ég veit það samt ekki.     Eftir að mér var sparkað þá hringdi ég í Dagbjört og í því samtali sagði Dagbjört mér að hún hefði ætlað að láta mig vera áfram og láta hinar fara EN þar sem ég gerði eitthvað sem mér er enn ráðgata hvað er þá var ég látin fara.  Hvað ég gerði og hvenær hefur enginn sagt mér,  bara ,,Þú veist alveg hvað þú gerðir!” ,  með ásökunartóni m.a. frá Berglind.

Skrifað daginn sem uppsögn var birt - fyrri hluti

 

Í morgun vaknaði ég með kvíðahnút í maganum vegna þess að þessar gömlu dræmu undirtektir voru byrjaðar aftur.  Þegar ég bauð Rúnu góðan dag sá ég að fýlan var runnin af henni og leið mér þá betur.  Ég byrjaði að vinna á svipuðum tíma og Rúna.  Ég tók þá ákvörðun að byrja á að skúra inni hjá Ingvari til að minnka sementsrykið fram á stigapallinn.  Ég hugsaði með mér, ætli sé ekki best að skúra stigann tvisvar til að til að draga sem mest úr öllu þessu sementsryki.  Svo settist ég niður í 15 mín til að pústa smá þar sem það er búið að bora og saga, hélt ég.  Eftir hádegi átti ég mikla vinnu fyrir höndum.  Klukkan 12 var ég búinn að borða og fór sjálf til fundar við Dagbjört um launabreytingu sem allir höfðu fengið nema ég.

 

Launabreytingin sem ég spurðist fyrir um var að hluti fastrar yfirvinnu yrði sett inn sem uppsöfnun á fríi í staðinn fyrir að vera greidd út eins og var hjá mér,  Ég minntist einnig á það að ég hafði ekki fengið vinnuföt í um 1 ár og það væri kominn tími á endunýjun.

 

Á fundi mínum og Dagbjartar spurði ég um hvernig þessi uppsöfnun kæmi til.  Dagbjört tók erindinu mjög jákvætt og var tilbúin að skoða þessa hluti fyrir mig en benti mér á að ræða við þær á launaskrifstofunni um þessa uppsöfnun því ég réði þessu sjálf.  Dagbjört var brosandi út undir eyru og allt virtist í stakasta lagi.  Þetta samtal átti sér stað innan við klst. fyrir brottrekstur.

framhald á morgun


Framkoma vinnufélaganna:

 

Skrifað áður en uppsögn var birt en eftir viðtalið með eineltisteyminu.

            Alla þessa viku hafa allar konurnar snúið við mér baki.  Þær hafa allar tekið upp gömlu taktanna og voru fljótar að því.  Þóra hefur ekki látið eina einustu mannsekju hjálpa mér,  þó það blasi við að sementsrykið er allt á mínum gangi (vegna breytinga á vinnusvæðum í Annexi).Rúna gengur eða er keyrð niður í þvottahús af Þóru.  Rúna vogar sér ekki að þrífa kaffikofann í hverri viku þó óhreinindin hjá mér séu meiri en venjulega.  Venjulega þrifum við kofann einu sinni í viku til skiptis. Rúna virðist ekki sjá neitt sementsryk þó svo að búið sé að bora og saga síðustu mánuði.  Í gær föstudag var planki á gólfinu á ganginum þar sem gengið er inn á klósettin og þar með þreif hún ekki klósettin.  Kl 15:15 kom ég niður í þvottahús og voru allir farnir nema Guðrún.

Nýr starfsmannastjóri:


Nýr starfsmannastjóri var kynntur á fundi þar sem Sigurður Briem var kvaddur. Mín tilfinning fyrir nýja starfsmannastjóranum (Berglind, síðar rekin með sama hætti og hún stundaði sjálf skilst mér) var strax sú að nú gæti ég alveg eins sagt upp því þarna væri komin manneskja sem Þóra og co. myndu vefja um fingur sér auðveldlega. Ég hafði sorglega rétt fyrir mér í það skiptið.

Einelti og áreitni:

 Eitt kvöldið er ég kom labbandi niður stigann sem er fyrir utan búningsklefanna uppi á annari hæð var það svo að þeir menn sem ég síðar klagaði til eineltisteymisins sögðu við mig að ég þyrfti ekki að vera hrædd við að fá sæði úr sér.  Ég spurði til hvers?  ,,Nú í glasafrjóvgun.”  sögðu þeir.  Ég sagðist ekkert hafa með það að gera.  Þeir bentu á að konur gætu átt börn þó þær væru miklu eldri en ég. Mér leið ömurlega eftir þetta spjall og mér fannst þetta afar niðurlægjandi,  verst var að engin önnur vitni voru að þessu og ég fór að vera varkárari um það hvenær ég færi úr búningsklefanum og niður stigann. 

 Annar þessara manna elti mig meira en hinn,  var klappandi mér á öxlina og fannst mér það gert í kynferðislegum tilgangi frekar en annað. Sami maður elti mig uppi í rútunni líka,  fór framar í rútuna ef ég settist framarlega og öfugt.  Aðrir farþegar í rútunni voru að auki farnir að taka eftir þessu. Eftir þetta fannst mér ég ekki geta staðið innan hópsins sem stóð á gangstéttinni fyrir framan þvottahúsið og beið eftir rútunni heldur fannst mér ég verða að vera utan við hópinn þannig að það yrði mjög áberandi ef einhver myndi arka að mér. 

Fundurinn með eineltisteyminu var stuttur og að mínu mati gagnslaus.  Mér var tilkynnt að annar þeirra hafði játað en hinn neitað ásökunum mínum.  Mér var einnig sagt að þær í teyminu væru líka í fullri vinnu og hefðu því stuttan tíma til að vinna í svona málum.  Fleira man ég ekki af þessum fundi. Mér fannst þetta eineltisteymi ekki starfi sínu vaxið og úr því að þeir væru búnir að játa að hluta þá væri hlutverki teymisins lokið, málið úr sögunni og ég ætti bara að gleyma þessu. Þarna finnst mér álverið vera að brjóta sínar eigin reglur.  Þeir stofnuðu eineltisteymi, montuðu sig af því í fjölmiðlum og þetta var niðurstaðan. Þeir héldu áfram sinni vinnu eins og ekkert hefði í skorist eftir því sem ég best veit, en mér var hent út aðeins nokkrum dögum eftir þessa niðurstöðu eineltisteymisins. 

Mitt tilfelli með eineltisteyminu er alls ekki einstakt, aðrir sem leituðu til teymisins geta staðfest það. 


Fleiri undarleg vinnubrögð:

            Ég horfði á Þóru stimpla aðra starfsmenn í ræstingum og þvottahúsi út,  sérstaklega á föstudögum og einnig góðviðrisdögum.  Mér var boðið að fara fyrr í nokkur skipti en ég vildi ekki þiggja það þar sem ég græddi nánast ekkert á því vegna þess að þá gat ég bara beðið eftir rútunni klukkan korter yfir fjögur og “fríið” kæmi þannig ekki að neinum notum fyrir mig.         

    Ég veit að konurnar í mötuneytinu voru brjálaðar út í þetta fyrirkomulag og þar sem ég átti í upphafi að vinna í mötuneytinu (en það breyttist fyrsta daginn sem ég mætti) þá var komin enn ein ástæðan fyrir mig að nýta mér helst ekki þessi “forréttindi”.       

     Þegar ég fór í 10 daga veikindafrí þá kom það aldrei fram á launaseðlinum að ég hafði verið veik og einnig í þau skipti sem ég var veik heima þá kom slíkt aldrei fram á launaseðlinum eins og ég tel að það eigi að vera.        

       Þetta er nánast smáatriði í samanburði allt hitt en skipting vinnunnar var einnig frekar ójöfn og hallaði þá fremur á minn hlut að mínu mati. Ég skúraði allar skrifstofurnar á 2. hæð og á 3. hæð og allan stigann vestan megin í Annexinu og klósettin þar.  Sá hluti sem ég skúraði ekki voru gamla mötuneytið fyrir næturvinnuna en það var skúrað af mötuneytisstarfsmönnum sem sóttu matinn sem skilinn var eftir um nóttina,  búningsklefana og sturturnar á 3. hæð, klósettin austan megin í Annexinu, endan á rananum yfir í kerskálann og stigann austan megin en Rúna skúraði þann hluta.  Gylfi trúnaðarmaður var mér sammála en þar sem Þóra réði þessu þá gat hann ekkert gert.


Hinar og þessar hugleiðingar.

 Önnur uppátæki voru t.d. þau að hún kannski fann það út að senda mig út í kerskála og skúra þar eitthvað til að ég gæti æft mig í að skúra útí kerskála í sambandi við 12 tíma vaktir og ef ég gerði það ekki þá ,,fengi ég bréfið”.  Ég hafði samband við Gylfa (trúnaðarmann) um það ég vildi ekki vinna neinar 12 tíma vaktir.  Seinna var hætt við öll áform um 12 tíma vaktir.Í hvert skipti í heilt ár þegar ég minnti hana á það að mig vantaði vinnubuxur sagði hún við mig að það væru ekki til neinar buxur og alls ekki kvenmannsbuxur í minni stærð því að ég væri svo feit.  Ég bað þá um að fá karlmannsbuxur en þá var alltaf svo lítið til og að kallarnir yrðu að ganga fyrir með að fá afhentar buxur.  Önnur fitukomment um mig litu einnig dagsins ljós annars lagið frá Þóru og sem fyrr aldrei við mig í návist annarra heldur aðeins í einrúmi.Þóra treysti mér ekki til að skúra aðalskrifstofurnar því þar þyrftu menn að vera fljótir og fannst mér það illa sagt af henni.Einnig benti hún oft á það að hér segðum við ekki nei, eins og að allir ættu að segja já við öllu alla daga.   Undarlegt vinnufyrirkomulag:            Ég skil ekki þennan “dormtíma” bæði í þvottahúsinu og í kaffikofanum.  Á nær hverjum degi sem ég vann hjá ISAL /ALCAN í 3 ár þá var það í hvert sinn sem ég kom úr mat kl:12 og fór upp í kaffikofa þá sé ég Rúnu liggjandi þar sofandi í stól og með gamlan stól á hjólum undir fæturna.  Rúna er búin að pakka sér inn í úlpu og breiða teppi ofan á sig.            Mér fannst þessi “dormtími” andlega erfiður því ef ég reyndi að fitja uppá einhverju spjalli þá fékk ég litlar sem engar undirtektir. Rúna lá oft bara yfir krossgátum eða blaða- og bókalestri og ég upplifði sjálfa mig sem ég væri ósýnileg.  Þetta reyndi mikið á mína þolinmæði og mitt andlega þrek.  Að lokum fór ég að gera svipaða hluti til þess eins að drepa tímann.            Ég bað Þóru oft um yfirvinnu en hún bauð mér hana aðeins einu sinni.  Þegar ég var orðin leið á því að hún bæði mig aldrei að vinna yfirvinnu þá ítrekaði ég beiðnina við hana.  Þá loks sagði hún einu sinni, ,,Ég set þig þá á listann”.  Engin yfirvinna virðist hafa verið í boði eftir það samt sem áður.

Samstaðan skrýtna.

Oft á meðan ég vann hjá ÍSAL/ALCAN velti ég því fyrir hvað Þóra gæti bullað mikið og þær hinar kinkuðu kolli til samþykkis. Á morgnana þegar þær voru komnar í vinnuna biðu þær eftir hvor annarri á bílastæðinu fyrir utan hliðið.  Síðan gengu þær alltaf fylktu liði inn á svæðið til að sýna hvað þær væru samrýmdar, það sama var gert á kvöldin þegar farið var heim. Í búningsklefanum var það varla sæmandi að vera hvítum nærfötum.  Það var alveg lágmark að vera í svörtum. Til að sýna samstöðu    

Sagan virðist sífellt endurtaka sig:

            Margrét Héðinsdóttir er fyrrverandi starfsmaður í þvottahúsi og hefur í dag flutt til Noregs.  Hún trúði mér fyrir því að Þóra hefði ,,kjaftað” eina konu út úr ISAL.  Þetta var fyrsta tilfellið sem ég veit um og gerðist áður en ég byrjaði.

 

            Næst var Katrín Guðjónssdóttir látin fara.Ég vissi ekki hvort það voru slakar mætingar eða á sama hátt af sömu manneskju.  Seinna hitti ég Katrínu Guðjóns fyrir utan göngudeild geðdeildar LHS og þar sagði hún mér að hún hefði beðið sértaklega um að fá að fara vegna þess að hún væri búin að mæta svo illa, einnig vegna þess að þá ,,átti einhver einn að fara”.(Pabbi Katrínar er að vinna í ISAL).

 Þar næst var það Ólöf Guðjónssdóttir (þær eru ekki systur) en hún var rekin af Magnúsi Snorrasyni fyrrverandi bryta fyrir það að finnast Þóra fara offari í að stjórna. Ólöf var rekin á fundi sem var haldinn og á þessum fundi sátu starfsmenn ræstingar og þvottahúss,  Gylfi trúnaðarmaður,  Þóra og Magnús sjálfur. 

Dagbók

 

Dag einn á meðan ég vann hjá ÍSAL/     ALCAN fór Þóra að forvitnast um mín áhugamál . Hún var þá búinn að komast að því að ég væri upptekin eitt kvöld í viku, en ég hafði þá sagt henni að ég gæti unnið á kvöldin ef þess þyrfti, nema þetta eina kvöld. Hún leit svo á að hún sem flokkstjóri mætti alveg vita hvað ég væri að gera þetta kvöld.  Ég var samt ósammála henni.

 Hún setti þrýsting á það að ég gæfi henni það upp. Þegar ég gafst upp sagði ég að ég væri á fundum í Tjarnargötu 20 Rvk. Ekki man ég eftir því hvort ég fór eitthvað náið í það um hvað fundirnir væru.

Nema hvað Þóra hrukkaði á sér munnvikin og sagði ,,Þú hefur ekkert upp úr því að fara þangað”. Þetta fannst mér skrítin athugasemd. Hvað áttu mínir fundir í Tjarnargötunni og ræsting sameiginlegt??

 

Þetta hljómaði eins og það væri tilefni til að ég fengi síður eða alls ekki neina yfirvinnu/næturvinnu. Ég blés á þessar hugsanir því mér fannst að hún myndi ekki geta komist upp með þetta, því þetta væri of mikið bull.

 Þá var Sigurður Briem  ráðningarstjóri hjá ÍSAL/ALCAN .... LESTUR ÚR BÓKINNI  ÚTKALL - ÁRÁS Á GOÐAFOSSUm daginn var ég að blaða í þessari bók  Á bls 170 er mynd af húsinu Tjarnargata 20 Rvk

Undir myndinni er skrifað Tjarnagata á stríðsárunum. Briemfjölskyldan bjó í húsi númer 20.

Merkileg tilviljun.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband