Minn yfirmaður:

             Framkoma Þóru í minn garð var frekar neikvæð í upphafi en það versnaði bara eftir því sem á leið.  Fyrsta daginn minn þá sagði Þóra við mig að hún gæti varla séð að ég gæti unnið þetta starf.  Hún fussaði og sveiaði oft yfir engu og gaf ekki upp neina ástæðu fyrir svona “fussi og sveii út í loftið,  beygði sig langt fram og fussaði um leið,  afar afkáraleg framkoma af hennar hálfu. Ég sagði við Þóru að mér líkaði ekki þessi “fuss og svei” framkoma hennar og mér fyndist hún tvöföld og leiðinleg. 

Eitt skiptið rifumst við í hálftíma, eða til hálf fimm því mér líkaði ekki hvernig hennar framkoma væri gagnvart mér.  Mér fannst hún gera lítið úr því sem ég sagði almennt og leyfði okkur ekki að koma með okkar skoðanir eða álit fram og nýjar tillögur voru ekki teknar til greina.  Þóra var t.d. á móti því að ég nýtti mér reynslu mína af öðrum vinnustöðum í starfi mínu í álverinu.  Einnig var hún klár á því að í álverinu giltu allt öðruvísi reglur en á öðrum vinnustöðum. Auðvitað gilda mun strangari reglur í álverinu vegna slysahættu en þær eru ekki allt öðruvísi en annarsstaðar þar sem er slysahætta.

Seinna fór hún að kalla mig lygara og ómerkilega mannseskju en hún passaði sig samt á að kalla mig aldrei slíkum nöfnum í návist annarra.  Þóra sagði í eitt skipti að ég myndi sóma mér vel innan um “ISS-arana” og að ég væri alveg eins og “ISS-ararnir” en þá á hún við stafsmenn ISS ræstingafyrirtækisins, en hún lítur afar mikið niður á þá starfsmenn.Ólöf sagði einu sinni við mig að ef Þóra væri að tala við mig í einrúmi þá væri hún að ljúga einhverju,  eitt sem ég veit þar fyrir víst er eftirfarandi frásögn sem mun birtast seinna í dag..   


mbl.is Samið við þrjá starfsmenn Alcan sem sagt var upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband